Þetta byrjaði allt með megrun

Lystarstol, eða anorexía, er átröskunarsjúkdómur sem lýsir sér þannig að …
Lystarstol, eða anorexía, er átröskunarsjúkdómur sem lýsir sér þannig að sjúklingur borðar lítið og hreyfir sig mjög mikið Af vef Eluniversitario.net/
„Ef ég hefði ekki fengið aðstoð þá hefði ég soltið í hel. Það var kannski það sem ég vildi og vonaðist eftir en ég var þunglynd. En ég vildi ekki fremja sjálfsvíg með því að taka inn töflur eða eitthvað slíkt. Svo ég taldi að það hentaði mér mest að deyja hægt og rólega,“ segir norsk kona, Linn Karin Lundhaug, í viðtali við norska ríkisútvarpið.
Hún er 27 ára gömul en hefur glímt við átröskun frá því hún var 13 ára gömul. Þetta hefur markað allt hennar líf og bæði andlega sem líkamlega heilsu.
Þetta hófst allt með því að hún fór í megrun. En megrunin hélt bara áfram og hún fór að svelta sig og kasta upp til þess að bæta örugglega ekki á sig kílóum. En til allrar lukku fékk hún aðstoð og í fjögur ár þurfti alltaf einhver að sitja yfir henni á meðan hún borðaði til þess að tryggja að maturinn færi örugglega ofan í hana, segir Lundhaug í viðtalinu.

Í Noregi hefur nú verið hrint af stað átaki í að aðstoða fólk sem glímir við áröskun. Yfirmaður nýrrar deildar (Regional seksjon for spiseforstyrrelser) við Ullevål sjúkrahúsið,  Øyvind Rø, segir þetta mikið framfaraspor. Þar verður haldið utan um öll skráð tilvik sjúklinga sem glíma við slíka sjúkdóma og telur Rø að þetta geti skilað góðum árangri fyrir norskt samfélag í baráttunni við þennan geðsjúkdóm.

Sálfræðingurinn Vigdis Wie Torsteinsson starfar með börnum og unglingum við Tønsberg sjúkrahúsið. Hún segir að slík skráning sé mikilvæg fyrir hennar starf en á hennar deild eru þau í sambandi við 70-80 ungmenni sem glíma við átraskanir. Hún segir að það sé þarft að komast að því hver fjöldinn sé fyrir landið allt. Á deildina hennar koma börn allt niður í ellefu ára sem glíma við átraskanir.

Það er eins og djöfull hafi yfirtekið líkama þinn

Eða eins og Lundhaug segir í viðtalinu: Þegar þú glímir við átraskanir þá er eins og djöfull hafi yfirtekið líkama þinn og þú sért fangi hans.

„Þið haldið kannski að ég vilji svelta, til þess að verða grennri. En trúið mér þegar ég segi ykkur að það hræði mig því ég veit hversu veik ég get orðið og veit hvaða áhrif það hefur.“

Lystarstol, eða anorexía, er átröskunarsjúkdómur sem lýsir sér þannig að sjúklingur borðar lítið og hreyfir sig mjög mikið. Yfirleitt sér sjúklingurinn sig sem of feitan þótt hann grennist. Orsakir anorexíu eru andlegar: Geðröskun veldur því að fólk telur sig of þungt eða feitt. Sjúkdómurinn leggst oftast á stúlkur á aldrinum 12 til 20 ára en getur lagst á fólk af báðum kynjum og á öllum aldri.

Umfjöllun NRK

Bara nokkur kíló í viðbót

Þetta hófst allt með því að hún fór í megrun. …
Þetta hófst allt með því að hún fór í megrun. En megrunin hélt bara áfram og hún fór að svelta sig og kasta upp til þess að bæta örugglega ekki á sig kílóum. mbl.is/Árni Torfason
Isabelle Caro á veggspjaldi í tengslum við herferðina gegn anorexíu.
Isabelle Caro á veggspjaldi í tengslum við herferðina gegn anorexíu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert