Assange yfirheyrður á næstu dögum

Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks. AFP

Julian Assange verður yfirheyrður af sænskum saksóknurum á næstu dögum í sendiráði Ekvador í London. AFP hefur þetta eftir forseta Ekvador, Rafael Correa. Sænsk yf­ir­völd vilja yf­ir­heyra Assange vegna nauðgun­ar­kæru frá ár­inu 2010 og komust þau nýlega að samkomulagi við Ekvador um yfirheyrsluna.

Correa vildi ekki segja hvaða dag yfirheyrslan færi fram en sagði að það yrði „mjög fljótlega:“ Sagðist hann vonast til þess að það yrði á næstu dögum.

Assange er 44 ára og ástralskur ríkisborgari. Hann neitar að ferðast til Svíþjóðar til að svara spurningum saksóknara þar sem hann óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna og látinn svara til saka fyrir að hafa lekið gögnum árið 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert