Sousa kjörinn forseti Portúgals

Marcelo Rebelo de Sousa
Marcelo Rebelo de Sousa AFP

Marcelo Rebelo de Sousa, 67 ára gamall lagaprófessor og álitsgjafi í sjónvarpi, fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Portúgal í dag. Þegar búið er að telja nánast öll atkvæði er hann með tæplega 52% atkvæða og því ljóst að ekki þarf að kjósa aftur.

Þegar búið var að telja 97% atkvæða var ljóst að vinstrimaðurinn Antonio Sampaio da Novoa var með næstmest fylgi eða 22,17%.

Rebelo de Sousa, sem er fyrrverandi formaður miðhægriflokks sósíaldemókrata, naut mikilla vinsælda í kosningabaráttunni en alls buðu tíu sig fram til forseta. Hann mun taka við embættinu í mars.

Hægrimaður sigurstranglegastur í Portúgal

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert