Lenti á eldfjalli og sökk

Leitin að vélinni fólst lengi framan af í því að …
Leitin að vélinni fólst lengi framan af í því að reyna að koma auga á brak úr henni. Leitarsvæðið var gríðarstórt, áður en menn fóru að beina sjónum sínum að Indlandshafi. AFP

Sónartæki sem notað var við leitina að týndri vél Malaysia Airlines liggur nú á sjávarbotni eftir árekstur við eldfjall. Tækið hékk í taug neðan úr leitarskipinu Fugro Discovery, en tauginn slitnaði þegar tækið lenti á eldfjallinu, sem er 2.200 metra hátt en neðansjávar.

Vélin í flugi MH370 hvarf í mars 2014 og er talin hafa farist yfir eða á Indlandshafi. Umfangsmikil leit var gerð að vélinni í 18 mánuði en síðustu misseri hafa tvö skip, Fugro Discovery og GO Phoenix, verið notuð til að leita ummerkja á hafsbotninum.

Samkvæmt tilkynningu frá samhæfingamiðstöðinni sem hefur umsjón með leitinni liggja sónartækið og hinn 4.500 metra kapall sem tengdi það við skipið nú á sjávarbotni en talið er að hægt verði að endurheimta bæði.

Leitin að vélinni heldur áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert