Fordæmir danska frumvarpið

Flóttamenn á danskri lestarstöð í september.
Flóttamenn á danskri lestarstöð í september. AFP

Kofi Annan, fyrr­ver­andi aðal­rit­ara Sam­einuðu þjóðanna segist hafa áhyggjur af nýju lagafrumvarpi sem samþykkt var í Danmörku í dag sem heimilar yfirvöldum að gera fjármuni og hluti í fórum hælisleitenda upptæka fari verðmæti þeirra yfir 10.000 danskar krónur, jafnvirði um 190.000 kr

Annan lýsti yfir áhyggjum sínum á Facebook síðu sinni áður en frumvarpið var samþykkt og sagði það í andstæðu við danskar hefðir, sem einkennast yfirleitt af mannúð. Þar að auki segir hann frumvarpið sýna varhugaverða þróun í evrópskum stjórnmálum.

Að mati Annan ætti Evrópa að sameinast í því að styðja við flóttamenn en með frumvarpinu sé verið að fara í öfuga átt.

„Það að hóta að gera eigur flóttamanna upptækar og að fresta fjölskyldusameiningum um þrjú ár er ekki í anda Evrópusáttmálans um mannréttindi, Evrópusáttmálans um réttindi barna og Flóttamannasáttmálans,“ skrifaði Annan.

Skrifaði Annan jafnframt að Evrópusambandinu hafi mistekist að samþykkja sameiginlega stefnu í flóttamannamálum og hefur það leitt til „kapphlaups á botninn“ hjá aðildarríkjum sambandsins.

I am worried by the new refugee law before the Danish Parliament today. It is in sharp contrast with Denmark’s...

Posted by Kofi Annan on Tuesday, January 26, 2016

Talsmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Adrian Edwards, gagnrýndi frumvarpið einnig í dag og sagði að aðgerðirnar myndu valda erfiðleikum og skaða.

„Sú ákvörðun að veita danskri lögreglu leyfi til að leita í og gera verðmæti hælisleitanda upptæk sendir hættuleg skilaboð að okkar mati,“ sagði Edwards.

Svæðisstjóri Amnesty International, John Dalhuisen, tjáði sig um samþykkt frumvarpsins í dag og sagði hana illa innrætta.

„Þetta er sorgleg endurspeglun á hversu langt Danmörk hefur farið frá sínum sögulega stuðningi á alþjóðlegum venjum,“ sagði hann og nefndi Flóttamannasáttmálann í því samhengi.

Frétt BBC. 

Fyrri frétt mbl.is: Danir samþykkja umdeilt frumvarp

Kofi Annan er ekki ánægður með nýtt frumvarp danska þingsins.
Kofi Annan er ekki ánægður með nýtt frumvarp danska þingsins. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert