Brot gegn barni að milliríkjadeilu

AFP

Þýska lögreglan rannsakar nú mann sem er sakaður er um að hafa beitt þýsk rússneska unglingsstúlku kynferðislegu ofbeldi í Berlín nýverið. Utanríkisráðherra Rússlands hafði í gær afskipti af málinu.

Stúlkan, sem er 13 ára gömul og gengur undir nafninu Liza í fjölmiðlum, sagði fyrr í mánuðum að henni hafi verið rænt og nauðgað af hópi útlendinga í þýsku höfuðborginni 11. janúar. Lögreglan í Berlín heldur því hins vegar fram að stúlkan fari ekki rétt með staðreyndir heldur hafi hún horfið af fúsum og frjálsum vilja.

Í gær sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að rússnesk stjórnvöld vinni að málinu með lögfræðingi stúlkunni, fjölskyldunni og sendiráðið Rússlands í Berlín. Lavrov segir það liggja ljóst fyrir að stúlkan hvarf í 30 klukkustundir. Á því leiki engin vafi. En saksóknari í Berlín telur að stúlkan hafi átt ástarfund og henni hafi alls ekki verið rænt. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. 

„Hún er greinilega í vondum félagsskap,“ segir Martin Steltner, talsmaður skrifstofu saksóknara í Berlín í viðtali við Berliner Zeitung. Hann staðfestir að einn maður sé til rannsóknar en DPA fréttastofan segir mennina vera tvo. 

Kynmök við barn undir 14 ára aldri er ólöglegt í Þýskalandi og skiptir þar engu hvort það er með vilja barnsins.

Liza var á leið í skólann þegar hún hvarf og þegar hún snéri aftur fór hún ásamt foreldrum sínum á lögreglustöð þar sem hún lagði fram kæru. Sagði hún að þrír menn hefðu rænt sér á brautarstöð í Austur-Berlín. Hún lýsti mönnunum þannig að þeir kæmu frá suðrænum ríkjum og töluðu lélega þýsku. Þeir hafi ekið með hana í íbúð þar sem henni var nauðgað og hún beitt öðru líkamlegu ofbeldi. 

Lavrov segir það slæmt að heyra að fréttum af hvarfi Lizu hafi verið haldið leyndu í Þýskalandi í einhvern tíma. Utanríkisráðuneyti Þýskalands neitar að tjá sig um ummæli Lavrovs.

Lögregla biður fók að halda ró sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert