Firrti sig ábyrgð og baðst vægðar

Stjórnvöld í Ísrael hafa opinberað bréf þar sem Adolf Eichmann, sem hafði yfirumsjón með framkvæmd helfararinnar, biðst vægðar. Bréfið er dagsett tveimur dögum áður en Eichmann var tekinn af lífi.

Eichmann var handtekinn og fluttur til Ísraels árið 1960, þar sem hann var dæmdur til dauða. Í bréfinu heldur hann því m.a. fram að þáttur sinn í skipulagningu „hinstu lausnar“ Hitlers hafi verið ofmetinn en „lausnin“ hafði í för með sér útrýmingu 6 milljón gyðinga.

Bréfið er stílað á Yitzhak Ben-Zvi, þáverandi forseta Ísrael.

„Það þarf að gera greinarmun á ábyrgum leiðtogum og fólki eins og mér, sem var neytt til að þjóna sem verkfæri í höndum leiðtoganna,“ stendur m.a. í bréfinu. Eichmann sagði úrskurð dómstólsins ekki réttlátan og biðlaði til forsetans um náðun.

Bréfið var undirritað og dagsett: Adolf Eichmann Jerusalem, 29. maí 1962. Eichmann var hengdur á miðnætti 31. maí.

Það var núverandi forseti, Reuven Rivlin, sem opinberaði bréfið í tilefni alþjóðlegs dags til minningar um helförina. Rivlin sagði að réttarhöldin yfir Eichmann hefðu verið stór stund í sögu Ísrael.

„Fyrstu árin eftir helförina var fólkið í Ísrael upptekið við uppyggingu og stofnun sjálfstæðs ríkis. Hið endurnýjaða ísraelska samfélag var ekki tilbúið né hafði getu til að muna. Eichmann-réttarhöldin rufu þagnarmúrinn. Geta hins unga ríkis gyðinga til að handsama hinn nasíska morðingja veitti eftirlifendum helfararinnar lágmarks öryggistilfinningu.“

Eichmann, einn af arkítektum hroðaverka nasista, slapp úr fangabúðum eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk og flúði til Argentínu 1950, þar sem hann lifði undir öðru nafni þar til hann var handsamaður af liðsmönnum Mossad í Buenos Aires 1960 og fluttur til Ísraels.

Í gær gaf Simon Wiesenthal-miðstöðin, sem var hefnd í höfuðið á frægum nasista-fangara, út lista með nöfnum tíu meintra nasista sem mögulega verða sóttir til saka á næstu misserum.

Að minnsta kosti fjórir verða dregnir fyrir dómstóla í Þýskalandi.

Efraim Zuroff, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, segir að áfram verði unnið að því að elta uppi hvern einasta meinta glæpamann.

„Sekt morðingjanna minnkar ekki með fyllingu tímans. Hár aldur á ekki að veita því fólki vernd sem framdi þessa hryllilegu glæpi,“ sagði hann í samtali við AFP.

Þessi mynd af Adolf Eichmann var tekin 11. apríl 1961, ...
Þessi mynd af Adolf Eichmann var tekin 11. apríl 1961, þegar réttarhöldin yfir honum hófust. Hann stendur bakvið skothelt gler. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Dekk til sölu
2 stk 195x55x15 lítið slitin snjó eða heilsársdekk til sölu ...
Dekk til sölu
Dekk til sölu 215/75x16 góð burðardekk seljast ódýrt uppl í sím...
Reiðhjólaviðgerðir
Hjólaspítalinn Auðbrekku 4. Viðgerðir á öllum gerðum hjóla, stuttur biðtími, flj...
HONDA CR-V 1999 VARAHLUTIR
Er að rifa Honda CR-V 1999 á til ýmsa hluti uppl 8983324 eða gylling@internet.is...
 
Samkoma
Félagsstarf
Alþjóðleg samkoma kl. 20 í Kristniboðs...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9. Morg...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur ...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Ársfundur Eftirlaunasjóður starfsman...