40% styðja afsögn Merkel

Angela Merkel
Angela Merkel AFP

Tæplega 40% þýskra kjósenda telja að kanslari Þýskalands, Angela Merkel, eigi að segja af sér vegna frjálslyndrar stefnu ríkisstjórnar hennar í garð hælisleitenda. Tæplega 1,1 milljón flóttamenn komu til Þýskalands í fyrra.

Viðhorf Þjóðverja hefur breyst mjög á undanförnum mánuðum í garð fólks sem þangað kemur á flótta undan stríði og öðrum skelfingum. Í september taldi meirihluti þjóðarinnar að taka ætti flóttafólkinu opnum örmum en nú telja margir að nóg sé komið og ekki sé hægt að hýsa fleiri en þegar eru komnir. 

Það er fréttatímaritið Focus sem birtir könnuna í dag en hún er unnin af Insa rannsóknarfyrirtækinu. Alls voru 2047 Þjóðverjar spurðir um afstöðu sína og töldu 45% að Merkel ætti að sitja sem fastast og ekki segja af sér. 

Um 27% stuðningsmanna Kristilegra demókrata, flokks Merkels, telja að hún eigi að segja af sér embætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert