Óvænt breyting á atburðarrás

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands
Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands AFP

Ung þýsk rússnesk stúlka sem hefur haldið því fram að henni hafi verið rænt og nauðgað var heima hjá vini sínum þegar meint ofbeldi átti að eiga sér stað. Mál stúlkunnar hefur valdið moldviðri í samskiptum Rússa og Þjóðverja.

Gögn úr farsíma stúlkunnar, sem er aðeins þrettán ára gömul, sýna að hún var á heimili 19 ára gamals vinar þá 30 tíma sem hún segist hafa verið í haldi nauðgara. Þetta segir talsmaður saksóknara í Berlín. Að sögn stúlkunnar var henni rænt á brautarstöð í austurhluta Berlínar af þremur innflytjendum sem fóru með hana í íbúð þar sem henni var hópnauðgað.

Hlutir í eigu stúlkunnar fundust á heimili unga mannsins sem staðfestir að hún hafi eytt tveimur nóttum hjá honum, 11. janúar og 12. janúar. Talsmaður saksóknara segir að ekkert bendi til þess að kynferðisglæpur hafi verið framinn og að ungi maðurinn sé ekki til rannsóknar.

Eftir að fjallað var um málið í rússnesku sjónvarpi blandaði utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, sér inn í deiluna og sakaði Þjóðverja um að leyna staðreyndum í málinu. Stjórnvöld í Þýskalandi svörðu að bragði og sögðu að það væri óásættanlegt að Rússar tengdu málið við stjórnmálasamskipti ríkjanna.

Brot gegn barni að milliríkjadeilu

Lögregla biður fólk að halda ró sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert