Flóttinn á enda

Jonathan Tieu, Bac Duong og Hossein Nayeri.
Jonathan Tieu, Bac Duong og Hossein Nayeri. AFP

Tveir strokufangar, sem flúðu fangelsi í Kaliforníu fyrir rúmri viku síðan, voru handteknir í San Francisco í dag. Lögregla fékk ábendingu um mennina eftir að vegfarandi bar kennsl á bifreið sem mennirnir höfðu áður stolið á bílastæði.

Lögregla kom á staðinn og hljóp þá annar fanganna, Hossein Nayeri, úr bílnum. Hann komst þó ekki langt og var handtekinn. Hinn fanginn, Jonathan Tieu, fannst síðan inn í bílnum þar sem hann hafði falið sig. Hann reyndi ekki að flýja.

Að sögn Sandra Hutchens, lögreglustjóra, fundust skotfæri í bifreiðinni en engin vopn.  Hún sagðist jafnframt ekki vita til þess að strokufangarnir hafi valdið einhverjum skaða dagana sem þeir voru á flótta.

Þriðji fanginn, Bac Duong, gaf sig fram við lögreglu í Santa Ana í gær. Þegar mennirnir verða aftur fluttir í fangelsið sem þeir sluppu úr föstudaginn fyrir viku, verða þeir setti í klefa á öðru svæði en áður. Áður en þeir sluppu voru þeir í svefnsal með rúmlega 60 öðrum föngum.

Fyrri frétt mbl.is: Hættulegri með hverri mínútunni

Fyrri frétt mbl.is: Gaf sig fram við lögreglu

Hutchens sagði á blaðamannafundi í dag að nú væri skoðað hvað hafi farið úrskeiðis og gert mönnunum kleift að flýja. „Það mun taka smá tíma. En við viljum ekki að fleiri sleppi út.“

Sagði hún tilhugsunina um að fangar sleppi út eina „verstu martröð“ lögreglustjóra.

Fyrst var talið að mennirnir væru enn í Suður-Kaliforníu en síðustu daga kom í ljós að þeir væru á svæðinu í kringum San Franscico. Eigandi mótels í San Jose sagði í samtali við fjölmiðla að hann hafði kannast við Tieu og að mögulegt væri að fangarnir hefðu gist á mótelinu í tvær nætur.

Duong fór með hinum tveimur föngunum í norðurátt en sneri aftur til Santa Ana þar sem hann gaf sig fram við lögreglu.

Tri Nguyen, vinur Duong, sagði að hann hefði komið inn í fyrirtæki um klukkan 11 í morgun að staðartíma og sagt kærustu Nguyen, sem vinnur þar, að hann vildi gefa sig fram. Konan hringdi í lögreglu og stuttu síðar var staðurinn fullur af lögreglumönnum.

Nguyen og kærastan hans höfðu þekkt Duong í mörg ár áður en hann fór í fangelsi. „Ég er glaður því hann gerði það rétta með því að gefa sig fram,“ sagði Nguyen. „Nú þarf hann ekki að flýja lengur.“

Frétt Los Angeles Times. 

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HANDRIÐ _ SMÍÐUM OG SETJUM UPP
Þú finnur yfir 1000 myndir á FACEBOOK-síðunni okkar, Magnús Elías / Mex bygginga...
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
Framlenging á brunn og lok og hringur
Framlegnging á 60 cm skolpbrunn, einnig brunnlok, þolir mikinn þunga og rammi eð...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
Einn eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 74.000 km. 5 gíra, bensín, ný dekk, nýjar...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...