Horfðu á húsin sín brenna

Börn standa við brunarústir húss í þorpinu.
Börn standa við brunarústir húss í þorpinu. AFP

Byssumenn á mótorhjólum drápu að minnsta kosti 46 manns og kveiktu í heimilum fólks þegar þeir réðust á nígerískt þorp í skjóli nætur á laugardagskvöldið. Mennirnir, sem eru liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram, voru vopnaðir vélbyssum og hófu skotárás á þorpið Dalori sem er nálægt borginni Maiduguri

Sumir íbúar flúðu í kjarrið og fylgdust með árásarmönnunum kveikja í heimilum þeirra. 35 særðust í árásinni að sögn neyðaraðila.

Eins og fyrr segir komu flestir mennirnir á mótorhjólum en sumir á golfbílum að sögn Mustapha Anka, talsmanns Nígeríuhers.

Kona syrgir dauða eiginmanns síns fyrir utan hús þeirra í …
Kona syrgir dauða eiginmanns síns fyrir utan hús þeirra í Dalori. AFP

„Kvöldbænirnar voru nýbúnar þegar að byssumennirnir komu og hófu skothríð og kveiktu í húsunum,“ sagði þorpsbúinn Kulo Sheriff. „Þeir sprengdu tvær sprengjur sem bættu við óttan og óreiðuna. Allir flúðu inn í kjarrið þar sem við sáum heimili okkar brenna.“

Annar íbúi, Adamu Kyari, hafði sömu sögðu að segja. „Við sváfum í kjarrinu með engin teppi þrátt fyrir kuldann. Við heyrðum í hermönnum berjast við árásarmennina. Það var hræðilegt,“ sagði hann.

Þegar að fólk flúði í næsta þorp reyndu þrjár konur með sprengjubelti að komast inn í mannþröngina. „Þær voru stöðvaðar og sprengdu sig þá upp,“ að sögn Anka.

Í næsta nágrenni við Dalori eru stærstu búðir fólks sem hafa þurft að flýja Boko Haram. Þar búa um 20.000 manns.

Kveikt var í húsum íbúanna.
Kveikt var í húsum íbúanna. AFP


Árásir hópsins hafa staðið yfir í mörg ár. Markmið Boko Haram er að setja Sharía lög í Nígeríu. Meirihluti íbúa í Norður-Nígeríu eru múslímar en meirihlutinn í suðrinu er kristinn.

Árásir Boko Haram hafa þróast síðustu ár og hafa tekið fleiri mannslíf en aðrir starfandi hryðjuverkahópar, m.a. Ríki íslams. Árásarmenn Boko Haram hafa sprengt upp skóla, kirkjur og moskur, rænt konum og börnum og tekið stjórnmálamenn og trúarleiðtoga af lífi.

Á síðasta ári voru Boko Haram þau hryðjuverkasamtök sem drápu flesta í heiminum en þeir hafa hingað til ráðist á íbúa Nígeríu, Tsjad og Kamerún .

Samtökin starfa frá Norður-Nígeríu og drápu 6.644 árið 2014. Það var aukning um 300% frá árinu þar á undan.

Umfjöllun CNN. 

Boko Haram réðst á þorpið Dalori sem er í norðaustur …
Boko Haram réðst á þorpið Dalori sem er í norðaustur Nígeríu. Af Google Maps
Fólk gengur framhjá hræi kýr í þorpinu.
Fólk gengur framhjá hræi kýr í þorpinu. AFP
Eyðileggingin er gífurleg.
Eyðileggingin er gífurleg. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert