Obama vill Breta í ESB

Barack Obama Bandaríkjaforseti lýsti þeirri skoðun sinni í símtali við David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að hagsmunum Breta væri best borgið í Evrópusambandinu. Ítrekaði forsetinn stuðning Bandaríkjamanna við „sterkt Bretland í sterku Evrópusambandi.“

Fram kemur í frétt AFP að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi lengi verið stuðningsmenn þess að Bretland væru innan Evrópusambandsins og varað við því að sérstakt samband Bandaríkjanna og Bretlands væri hugsanlega í hættu ef Bretar segðu skilið við sambandið. 

Cameron stendur í viðræðum við Evrópusambandið þessa dagana um breytta skilmála vegna veru Bretlands í sambandinu. Þjóðaratkvæði er fyrirhugað þar sem breskir kjósendur munu hafa val á milli þess og að segja skilið við Evrópusambandið. Kosningin gæti orðið strax í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert