Mun krefjast þess að verða frjáls ferða sinna

Assange ávarpar fjölmiðla af svölum sendiráðsins í ágúst 2012.
Assange ávarpar fjölmiðla af svölum sendiráðsins í ágúst 2012. AFP

Julian Assange mun í dag fara fram á að yfirvöld í Svíþjóð og Bretlandi lyfti ógnum um handtöku þannig að honum verði kleift að yfirgefa sendiráð Ekvador í Lundúnum, þar sem hann hefur dvalið í þrjú og hálft ár.

Kröfuna leggur Assange fram í kjölfar þess að nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að hann sætti ólögmætu varðhaldi.

Yfirvöld í Svíþjóð og Bretlandi eru ekki á sama máli og segja Assange hafa valið að forðast lögmæta handtöku með því að dvelja í sendiráðinu. Þau eru ekki bundin af niðurstöðu nefndar SÞ.

Assange, stofnandi Wikileaks, hefur dvalið í sendiráðinu frá því í júní 2012 en yfirvöld í Svíþjóð hafa lengi freistað þess að yfirheyra hann í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot þar í landi. Assange hefur neitað ásökununum en óttast að vera frameldur til Bandaríkjanna, þar sem hann á yfir höfði sér ákærur vegna Wikileaks.

Umfjöllun Guardian.

Fatahönnuðurinn og aðgerðasinninn Vivienne Westwood heldur vegabréfi sínu á lofti …
Fatahönnuðurinn og aðgerðasinninn Vivienne Westwood heldur vegabréfi sínu á lofti eftir að hafa heimsótt Julian Assange í sendiráð Ekvador í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert