Nota Tinder fyrir Bernie Sanders

Nái Sanders kjöri verður hann elsti forseti Bandaríkjanna en hann …
Nái Sanders kjöri verður hann elsti forseti Bandaríkjanna en hann á þó einmitt mests fylgis að fagna meðal ungs fólks af öllum frambjóðendunum. AFP

Robyn Gedrich hefur slengt til hægri við öll þau andlit sem fyrir hennar augu hafa komið á stefnumótaforritinu Tinder síðastliðnar tvær vikur. Í hvert skipti sem hún fær „match“, sem gerist oft, sendir hún viðkomandi samstundis eftirfarandi skilaboð.

„Do you feel the bern? Please text WORK to 82623 for me. Thanks!”

„Feel the bern“ er slagorð herferðar Bernie Sanders, forsetaframbjóðanda. Það er miðað inn á ungt fólk og er orðaleikur sem byggir á frasanum „Feel the burn“ eða „Finndu brunann“. Með því að senda skilaboðin „WORK“ í númerið 82623 fær sendandinn upplýsingar um hvernig hann getur stutt við framboð Sanders, meðal annars með sjálfboðavinnu eða fjárframlögum.

Í umfjöllun Buzzfeed um Gedrich kemur fram að margir þeirra sem hún sendir skilaboðin á Tinder haldi að hún sé botti, hugbúnaður sem sendir sjálfvirk skilaboð. Gedrich er hinsvegar 23 ára kona af holdi og blóði frá New Jersey sem segir það alfarið sína eigin hugmynd að nota Tinder með svo pólitískum hætti. Hún er þó ekki sú eina.

Buzzfeed segir nokkurn fjölda ungra kvenna nota smáforritið með þessum hætti og það alfarið án aðkomu kosningarstjórnar Sanders.

Gedrich segist hafa fengið hugmyndina í hríðarbylnum sem skall á austurströnd Bandaríkjanna fyrir tveimur vikum. Þar sem hún slengdi fingrunum yfir skjáinn á símanum sínum annars hugar í versluninni sem hún starfar í áttaði hún sig á því að hún ætti ekkert sameiginlegt með mönnunum sem hún kynntist í gegnum forritið. Hinsvegar gæti hún hugsanlega notað tengsliná uppbyggilegan hátt.

„Þessir gaurar eru ógeðslegir. Þeir eru bara að leita eftir kynlífi og engu öðru,“ sagði hún fréttastofu Buzzfeed. „Svo ef þeir ætla að að slengja til hægri geta þeir allt eins gert eitthvað gott og gefið til mannsins, goðsagnarinnar, Bernie.“

Í samtali við Tech Insider sagðist Gedrich hafa sent um það bil 600 karlmönnum skilaboðin í gegnum Tinder og að hún hefði uppskorið misjöfn skilaboð. Sama gildir um Tumblr notandann Tinder Campaigning Chronicles. Hvað Gedrich varðar er hinsvegar komið babb í bátinn því samkvæmt Tech Insider hefur Tinder lokað á aðgang hennar að forritinu. Hún segir þó að hún hyggist halda ótrauð áfram baráttunni, fái hún aðgang að því að nýju.

„[Bernie] fær mig til að hafa aftur trú á því að landið okkar geti verið betri staður og jafnvel gert heiminn að betri stað.“

Robyn er með svör á reiðum höndum.
Robyn er með svör á reiðum höndum. Skjáskot af Buzzfeed.
Tumblr notandinn Tinder Campaigning Chronicles er duglegur við að skrásetja …
Tumblr notandinn Tinder Campaigning Chronicles er duglegur við að skrásetja baráttu sína fyrir Bernie. Skjáskot af Tumblr
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert