Múslimafælni stöðvar móttöku flóttafólks

Guernsey séð úr lofti.
Guernsey séð úr lofti. Wikipedia/PHGCOM

Ráðherra á eyjunni Guernsey, sem er sjálfstæð eyja í Ermarsundi undir bresku krúnunni, mun ekki taka við flóttafólki frá Sýrlandi. Ástæðan er meðal annars múslimahræðsla heimamanna.

Þetta kemur fram í máli Jonathan Le Tocq, ráðherra á eyjunni í samtali við BBC. „Það er óneitanlega talsverð múslimafælni og neikvæðni sem hefur verið í gangi og það þýðir að það væri erfitt fyrir okkur að tryggja flóttafólki það öryggi og stöðugleika hér sem það myndi njóta t.d. í öðrum hlutum Bretlands,“ sagði Le Tocq. Honum þætti þó miður að þetta væri niðurstaðan.

Stefnuráð eyjunnar, hluti af framkæmdavaldi hennar, tilkynnti í vikunni að eftir að hafa farið yfir innviði eyjunnar hafi ákvörðunin verið tekin um að taka ekki þátt í flóttamannaáætlun Bretlands. Eyjan fylgir þar á eftir Jersey, stærri systureyju Guernsey, sem hefur ekki sagst munu taka þátt í áætluninni.

Ráðamann á Guernsey vöktu þó athygli á því að hjálparstofnun eyjunnar hefði gefið góðgerðasamtökum sem taka á móti flóttafólki £90.000 pund (um 16,7 milljón kr.).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert