Þúsundir á fundum Pegida í Evrópu

Slagorð gegn Angelu Merkel kanslara voru áberandi í Dresden.
Slagorð gegn Angelu Merkel kanslara voru áberandi í Dresden. AFP

And-íslömsku samtökin Pegida stóðu fyrir fjöldafundum og mótmælagöngum í evrópskum borgum í dag. Þúsundir gengu þeim til stuðnings í Dresden í heimalandi þeirra og í þrettán öðrum evrópskum borgum s.s. Calais, Amsterdam, og Prag þar sem um 5.000 manns komu saman.

Göngurnar koma í kjölfarið á samkomulagi samtakanna um stofnun regnhlífarsamtakanna „Virkið Evrópa“ en Pegida hefur fært út kvíarnar og hafið starfsemi í fleiri löndum nýverið. Mörg þúsund komu saman í Dresden og mótmæltu fjöldainnflutningi fólks og „íslamsvæðingu“ Evrópu. Stofnandi Pegida, Lutz Bachmann, var þó fjarri í dag en skipuleggjendur sögðu það vera vegna veikinda.

Fundur Pegida í Dresden.
Fundur Pegida í Dresden. AFP

Lögregla hafði búist við um 15.000 manns en talsvert vantaði upp á að svo margir létu sjá sig. Um þúsund lögreglumenn voru á svæðinu. Samtímis mótmæltu um 2.000 manns samtökunum í Dresden og hvöttu til umburðarlyndis gagnvart flóttafólki.

Sambærileg gagnmótmæli áttu sér stað í öðrum borgum og alls voru nokkrir tugir handteknir ýmist fyrir ólæti eða eftir átök milli hópa í Dublin, Amsterdam og Calais.

Gagnmótmælendur (nær) voru sýnilegir í mörgum börgum eins og hér …
Gagnmótmælendur (nær) voru sýnilegir í mörgum börgum eins og hér í Amsterdam. AFP
"Látum Pólland ekki frá okkur," segir í lauslegri þýðingu á þessum borða stuðningsmanna Pegida í Varsjá í dag. AFP
Skilaboð þessarar konu í Amsterdam voru einföld.
Skilaboð þessarar konu í Amsterdam voru einföld. AFP
Frá samkomu stuðningsmanna Pegida í Calais.
Frá samkomu stuðningsmanna Pegida í Calais. AFP





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert