Hótaði skotárás á menntaskóla

Frá Nuuk.
Frá Nuuk. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Tæplega þrítugur karlmaður var handtekinn í Nuuk í Grænlandi í gær eftir að lögregla gerði áhlaup á íbúð hans við Kongevej. Maðurinn er grunaður um að hafa sent tölvupósta til menntaskólans í borginni á föstudaginn með hótunum og tilvísunum í skotárásir í bandarískum skólum. Hótanirnar beindust bæði að skólanum sjálfum og starfsmönnum hans.

Maðurinn mun vera fyrrverandi nemandi menntaskólans samkvæmkt frétt Sermitsiaq en haft er eftir talsmanni lögreglu að ástæða hafi þótt til að taka málið föstum tökum. Skólinn var rýmdur á föstudaginn Talið var að maðurinn væri vopnaður og fundust nokkur skotvopn í íbúðinni eftir að hann hafði verið handtekinn. Maðurinn sagður eiga við geðræn vandamál að stríða.

Lögreglan girti af svæði í kringum íbúð mannsins og flutti aðra íbúa á brott áður en ráðist var inn í hana. Áður hafði lögreglan reynt að fá manninn til þess að gefa sig fram. 

Frétt mbl.is: Karlmaður handtekinn fyrir hótanir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert