Létust á bobsleðabraut

Mynd/Wikipedia

Tveir ungir piltar létu lífið og sex meiddust eftir að þeir brutust inn á Ólympísku bobsleðabrautina í Calgary í Kanada á laugardaginn og renndu sér á eigin sleða.

Starfsmenn brautarinnar höfðu samband við lögreglu skömmu eftir miðnætti og greindu frá því að hópur fólks hefði meiðst í brautinni.

Þegar lögreglan kom á svæðið kom í ljós að tveir þeirra voru látnir. Piltarnir brutust inn á brautina að næturlagi með eigin sleða og renndu sér niður. Á leiðinni skullu þeir hins vegar á hliði sem notað er til að aðgreina bobsleðabrautina frá einstaklingssleðabrautinni.

Lögreglan rannsakar nú hvernig piltarnir komust inn á svæðið.

Ólympíska bobsleðabrautin var notuð á vetrarólympíuleikunum í Calgary árið 1988 og hefur hýst fjölda heimsmeistaramóta síðan þá. 

Sjá frétt Chicago Tribune.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert