Öryggisráðið fundar um N-Kóreu

Úr útsendingu Norður-Kóreska sjónvarpsins frá eldflaugarskotinu.
Úr útsendingu Norður-Kóreska sjónvarpsins frá eldflaugarskotinu. AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun halda neyðarfund í dag til þess að ræða eldflaugaskot Norður-Kóreumanna að beiðni Bandaríkjanna, Japans og Suður-Kóreu.

Frétt mbl.is: Eldflaugarskot Norður-Kóreu fordæmt

Fundurinn verður haldinn kl. 4 að íslenskum tíma en hann kemur í kjölfar þess að Norður-Kóreumenn skutu á loft langdrægri eldflaug, að sögn í þeim tilgangi að koma gervihnetti á loft. Alþjóðasamfélagið hefur þó lagt lítinn trúnað á þá frásögn og segja hana fyrirslátt. Raunverulegur tilgangur skotsins hafi verið að prófa langdræga eldflaug sem geti borið kjarnavopn Norður-Kóreumanna, í trássi við bann Sameinu þjóðanna.

Til umræðu hefur verið að sögn Reuters að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu í kjölfar síðustu ögrana ríkisins. Heimildir innan öryggisráðsins segja von á atkvæðagreiðslu um slíkt síðar í mánuðinum.

Kim Jong-Un, sem sést hér undirrita skipun um eldflaugarskotið í …
Kim Jong-Un, sem sést hér undirrita skipun um eldflaugarskotið í gær, hefur verið iðinn við það undanfarið að stuða alþjóðasamfélagið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert