Stoltenberg fordæmir eldflaugaskotin

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. AFP

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur fordæmt eldflaugaskot Norður-Kóreumanna. Segjast Norður-Kóreumenn hafa skotið á loft langdrægri eldflaug til þess að koma gervihnetti á loft en alþjóðasamfélagið telur raunverulegan tilgang skotsins hafa verið að prófa eldflaug sem geti borið kjarnavopn.

„Ég fordæmi sterklega notkun Norður-Kóreumanna á langdrægri eldflaugatækni,“ segir Stoltenberg í tilkynningu sem birt var á heimasíðu NATO í hádeginu í dag

Eldflaugarskotið er sagt vera brot á fimm reglum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Öryggisráðið fundar nú klukkan 16 í dag, að beiðni Bandaríkjamanna. Að sögn Reuters verður rætt um mögulegar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu vegna eldflaugarskotsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert