Bananar gegn krabbameini

Eru bananar lykillinn?
Eru bananar lykillinn? mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Svörtu blettirnir sem myndast á ofþroskuðum banönum eru mögulega lykillinn að einfaldri og hraðvirkri greiningu á húðkrabbameini. Það er ensímið tyrosinase sem veldur blettunum en það er einnig að finna í húðinni og í meira magni hjá þeim sem eru með sortuæxli.

Teymi vísindamanna hefur notfært sér þessa staðreynd og smíðað skanna, sem var prófaður á banönum og í framhaldinu á húðvef. Þeir komust að því að tyrosinase er áreiðanleg vísbending um vöxt sortuæxla, en því fyrr sem æxlið er greint því meiri eru lífslíkur viðkomandi.

Umræddur skanni mælir magn og dreifingu ensímsins, sem eru breytileg eftir því hversu langt vöxtur sortuæxlisins er á veg kominn. Hubert Girault, sem fer fyrir teyminu við Laboratory of Physical and Analytical Electrochemistry í Sviss, vonast til þess að skanninn muni koma í staðinn fyrir sýnatökur.

Þá segir hann að prófanir hafi leitt í ljós að hægt væri að nota skannann til að útrýma krabbameinsfrumum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert