Leggja til 1,8 milljarða gegn Zika

Lirfur Aedes aegypti moskítóflugunnar sem ber vírusinn.
Lirfur Aedes aegypti moskítóflugunnar sem ber vírusinn. AFP

Ríkisstjórn Obama Bandaríkjaforseta mun biðja þingið um $1,8 milljarða dala fjárveitingu til þess að bregðast við útbreiðslu Zika vírussins. Fénu verður veitt m.a. í að hamla útbreiðslu moskítóflugunnar sem ber vírusinn og í rannsóknir á bóluefni við honum.

Hluta fjárins er ætlað að hjálpa þeim löndum sem smit hafa greinst í að takast á við flugurnar og draga úr smitum. Nýsmit greinast i 26 löndum Mið- og Suður-Ameríku frá Brasilíu til Mexíkó og eyja Karibbíahafsins. Fimmtíu hafa greinst í Bandaríkjunum eftir ferðalög til þeirra svæða en vírusinn getur einnig smitast milli manna, s.s. í gegnum kynmök.

Barack Obama
Barack Obama AFP

Alvarlegustu afleiðingar vírussins eru fyrir börn þungaðra kvenna sem smitast en vírussmit á meðgöngu hefur verið tengt við smáheila (microcephaly) í börnum, en um 4.000 slík tilfelli hafa verið greind á síðustu mánuðum í Brasilíu.

Evrópska lyfjastofnunin hefur einnig brugðist við með því að setja saman starfshóp sem ráðleggur lyfjafyrirtækjum sem vinna að þróun lyfja og bóluefna við vírusnum í þeim tilgangi að hraða þeirri þróun.

Frétt BBC

Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir gegn moskítóflugunum víða um …
Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir gegn moskítóflugunum víða um heim, hér í Jakarta í Indónesíu, en þær finnast í hitabeltinu um allan heim. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert