Rétti meintum árásarmanni fartölvu

Hér má sjá þotuna eftir að hún þurfti að nauðlenda …
Hér má sjá þotuna eftir að hún þurfti að nauðlenda eftir sprenginguna. AFP

Sómölsk yfirvöld hafa gefið út myndband sem sýnir mann vera rétt fartölva sem er sögð hafa verið sprengja. Sprengjan sprakk inni í farþegaþotu Daallo Airlines en sá sem grunaður er um að hafa sprengt sprengjuna á að hafa sogast út úr vélinni þegar að sprengjan sprakk og hrapað til jarðar.

Fyrri frétt mbl.is: Segja mann hafa sogast út úr flugvél

Atvikið átti sér stað stuttu eftir að flugvélin fór af stað frá Mogadishu. Rúmlega 20 hafa verið handteknir vegna málsins. Engin hryðjuverkasamtök hafa lýst yfir ábyrgð á sprengjunni en al-Shabab, sem tilheyrir al-Qaeda, starfar frá Sómalíu.

Flestir farþeganna um borð voru upphaflega bókaðir í flug Turkish Airlines frá Mogadishu til Djibouti en var flugferðinni aflýst vegna veðurs og bókaði fólkið, m.a. árásarmaðurinn, sig þá í flugferð Daallo Airlines.

Að sögn sómalskra fjölmiðla hefur Turkish Airlines ekki starfað frá Mogadishu síðan í desember eftir að al-Shabab reyndi að ráðast á flugvöllinn. Turkish Airlines hafa ekki tjáð sig um þær fullyrðingar.

Hægt er að sjá myndbandið í frétt BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert