Danskir skólar stytta skóladaginn

AFP

Nokkrir danskir grunnskólar hafa stytt skóladaginn og er það gert með heimild frá menntamálaráðuneytinu. 

Barnablað Berlingske, Kids' News, fjallaði um lengd skóladagsins í dönskum grunnskólum á föstudag. Þar var rætt við skólabörn sem almennt voru sammála um að skóladagurinn væri of langur. 

Einbeitingarskortur nemenda væri farinn að hafa áhrif á kennsluna undir lok dags og með því að stytta skóladaginn væri hægt að hafa tvo kennara í stofunni í stað eins áður. Það þýddi minni sérkennslu þar sem ábyrgðin dreifðist á tvo í stað eins kennara áður.

Samkvæmt frétt Berlingske eru bæði kennarar og foreldrar ánægðir með þessa breytingu sem er að eiga sér stað í skólakerfinu í einhverjum sveitarfélögum í Danmörku.

Frétt Berlingske í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert