Fíll gekk berserksgang á Indlandi

Fíllinn gerði mikinn óskunda í fimm klukkustundir.
Fíllinn gerði mikinn óskunda í fimm klukkustundir. AFP

Fíll gekk berserksgang í nokkrar klukkustundir í bæ í austurhluta Indlands í dag. Hann skemmdi yfir eitt hundrað heimili, verslanir og aðrar byggingar.

Myndir náðust af fílnum vafra um bæinn Siliguri, sem er um 577 kílómetrum norður af Kalkútta, og brjóta allt og bramla. Bæjarbúar áttu fótum sínum fjör að launa.

Fíllinn á gangi í bænum á meðan áhorfendur fylgjast með.
Fíllinn á gangi í bænum á meðan áhorfendur fylgjast með. AFP

„Fíllinn villtist frá hjörðinni og tapaði áttum eftir að hafa verið í nærliggjandi skógi. Hann fór inn í Siliguri og olli miklum usla á meðal bæjarbúa í fimm klukkustundir,“ sagði Binay Krishna Barman, skógarmálaráðherra Vestur-Bengal.

„Dýrið skemmdi næstum 100 hús og farartæki þegar það hljóp um göturnar.“

Fíllinn var hífður upp og fluttur í burtu eftir að …
Fíllinn var hífður upp og fluttur í burtu eftir að hafa verið skotinn með deyfibyssu. AFP

Bæjarbúar hentu steinum í fílinn til að hrekja hann í burtu, allt þangað til starfsmenn skógarmála í landinu skutu hann með deyfibyssu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert