Sækir um reynslulausn í fimmtánda skiptið

Robert Kennedy ræðir við kjósendur í Los Angeles árið 1968.
Robert Kennedy ræðir við kjósendur í Los Angeles árið 1968.

Sirhan Sirhan, sem var dæmdur sekur um morðið á bandaríska þingmanninum og forsetaframbjóðandanum Robert F. Kennedy árið 1969, mun sækja um reynslulausn í fimmtánda skiptið í dag. Sirhan hefur alltaf sagst ekki muna eftir því að hafa skotið þingmanninn í eldhúsi á Ambassador hótelinu í Los Angeles 5. júní 1968.

Sirhan er 71 árs gamall og er palestínsk­ur inn­flytj­andi frá Jórdan­íu.Hann sótti síðast um reynslulausn árið 2011 þar sem hann sagðist harma atburðina en hélt því fram að hann myndi ekki eftir þeim. Honum var þá hafnað um reynslulausn en reynir aftur í dag, fimm árum síðar.

Fyrir dómi í dag mun koma fram í fyrsta skiptið hinn 91 árs gamli Paul Schrade. Hann var trúnaðarvinur Kennedy og einn þeirra fimm sem særðust í árásinni. Schrade hefur altlaf haldið því fram að Sirhan hafi ekki verið einn á ferð þennan örlagaríka dag og að annar byssumaður hafi verið með honum.

Að sögn lögfræðings Sirhan, Laurie Dusek, ætlaði Sirhan fyrst um sinn ekki að koma fram fyrir dómi í dag þar sem að minningar frá réttarhöldunum 2011 „geri hann líkamlega veikan“. Sirhan ákvað þó að mæta eftir að hann heyrði að Schrade yrði á staðnum.

Schrade var skotinn í höfuðið í árásinni. Hann var einn af kosningastjórum Kennedy í forsetaframboði hans.

Umfjöllun The Washington Post. 

Sihran Sihran hefur setið í fangelsi í næstum því 50 …
Sihran Sihran hefur setið í fangelsi í næstum því 50 ár.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert