Sjónir frambjóðenda beinast suður

Hillary Clinton og þeir frambjóðendur repúblikana sem keppast um að narta í hælana á Donald Trump horfa nú til þess að leggja New Hampshire að baki og einbeita sér að næstu orrustu, sem verður háð í Suður-Karólínu og Nevada.

Fyrir nokkrum mánuðum var óhugsandi að forvalið í New Hampshire færi eins og raun bar vitni, en það er óhætt að segja að uppreisnarseggirnir Bernie Sanders og Donald Trump komu, sáu og sigruðu.

Sanders hlaut nærri helmingi fleiri atkvæði en Clinton og Trump gekk af vígvellinum með nærri 20% forskot á næsta mann, ríkisstjórann John Kasich. Báðir hafa freistað þess að höfða til kjósenda með því að hrópa „sannleikann“ að kerfinu, en eiga fátt annað sameiginlegt.

Í ræðu sinni eftir að úrslitin lágu fyrir gekkst Clinton við því að eiga nokkuð í land, sérstaklega hvað varðar unga fólkið. Þá sagðist hún meðvituð um reiði landsmanna í garð stjórnmálanna.

„Fólk hefur fullan rétt á því að vera reitt. En það er líka hungrað, það hungrar í lausnir,“ sagði hún.

Samkvæmt útgöngukönnunum í New Hampshire þarf Clinton ekki síst að einbeita sér að því að vinna traust kjósenda; aðeins 5% þeirra sem þótti traust mikilvægast sögðust hafa kosið utanríkisráðherrann fyrrverandi.

Bernie Sanders og Donald Trump komu, sáu og sigruðu í ...
Bernie Sanders og Donald Trump komu, sáu og sigruðu í New Hampshire. AFP

Allt nema eldhúsvaskurinn

Sanders, sem er yfirlýstur sósíaldemókrati, mun eiga á brattan að sækja í Suður-Karólínu og Nevada. Þrátt fyrir að boða samfélagsbyltingu hefur honum ekki tekist að höfða til minnihlutahópa.

Frá því var sagt fyrr í dag að á dagskrá Sanders væri fundur með Al Sharpton í New York.

Þingmaðurinn margreyndi hefur gefið það út að hann stefni ótrauður að sigri og að hann sé reiðubúinn í slaginn næstu vikur.

„Þeir hafa kastað öllu að mér nema eldhúsvaskinum og ég hef það á tilfinningunni að von sé á vaskinum innan tíðar,“ sagði hann í sigurræðu sinni.

En ef hægt er að tala um átök milli forsetaefna demókrata, er óhætt að segja að stríðsástand ríki meðal frambjóðenda repúblikana.

Stórsigur Trump hefur vakið athygli í ljósi þess að hann ...
Stórsigur Trump hefur vakið athygli í ljósi þess að hann notaði aðra aðferðarfræði í New Hampshire en hefur þótt árangursríkust hingað til; í stað þess að eiga persónuleg samskipti við kjósendur koma hann eingöngu fram á fjöldafundum og varði ekki einni einustu nóttu í ríkinu. AFP

Trump vann sinn fyrsta sigur í New Hampshire eftir að hafa lent í öðru sæti í Iowa. Þannig tókst honum naumlega að bjarga vörumerki sínu, en viðskiptajöfurinn hefur gert sig út fyrir að vera allsherjar sigurvegara í lífinu.

Svipaður árangur Kasich, Ted Cruz, Marco Rubio og Jeb Bush mun hins vegar líklega verða til þess að óreiða ríkir áfram á þéttskipuðum frambjóðendabekk repúblikana, sem hafa þegar hafið neikvætt auglýsingastríð í aðdraganda forvalsins í Suður-Karólínu.

Rubio þykir fastur í feni eftir klaufalega frammistöðu í kappræðum síðustu helgi og mikið þarf til að Bush komist á réttan kjöl. Þá tilkynnti Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, að hann hygðist halda heim og hugsa ráð sitt, og gera menn úr því skóna að hann eigi vart afturkvæmt í kapphlaupið eftir að hafa lent í sjötta sæti í gær.

Ósigur Clinton í New Hampshire var stór en henni er ...
Ósigur Clinton í New Hampshire var stór en henni er enn spáð útnefningunni. AFP
Margir spá því að framboð Christie sé komið að endastöð. ...
Margir spá því að framboð Christie sé komið að endastöð. Carly Fiorina hefur þegar dregið framboð sitt til baka. AFP
mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Endurnýjum rafhlöður fyrir borvélar
járnabindivélar, fjarstýringar og önnur rafhlöðuverkfæri. Nánar á www.rafhlodur....
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...