11 barnaníðingar handteknir á Ítalíu

AFP

Prestur og fótboltaþjálfari barna eru meðal ellefu karla sem voru handteknir á Norður-Ítalíu í morgun. Mennirnir eru sakaðir um að hafa greitt fyrir kynmök með börnum, að sögn lögreglu.

Mennirnir voru handteknir í Lombardy og Emilia-Romagna en barnaníðshringurinn hefur verið til rannsóknar í hálft ár. Það eru rannsóknarlögreglumenn í Brescia sem leiddu rannsóknina en vændishringurinn notfærði sér samfélagsmiðla til þess að koma ungmennum í samband við viðskiptavinina.

Biskupsdæmi prestsins sem var handtekinn hefur nafngreint hann, Diego Rota, 45 ára prestur í þorpinu Solza skammt frá borginni Bergamo. Segir í tilkynningu frá biskupsdæminu að Rota hafi valdið biskupnum og öllu samfélaginu ólýsanlegum kvölum með glæpum sínum.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert