52 látnir í fangelsisslagsmálum

52 eru látnir eftir að slagsmál brutust út í Topo Chico-fangelsinu í bænum Monterrey í norðurhluta Mexíkó í nótt, á milli meðlima tveggja stríðandi glæpagengja.

Yfirvöld segja að ástandið sé nú orðið stöðugt aftur og að engir fangar hafi sloppið. Fjölmennur hópur fólks mætti fyrir utan fangelsið í kjölfarið og heimtaði útskýringar frá fangelsisyfirvöldum á því hvað væri í gangi. 

„Ég vil bara vita hvort dóttir mín sé á lífi, hún er á sjúkrastofunni í fangelsinu,“ sagði einn viðmælandinn í samtali við BBC.

Slagsmálin brutust út aðeins fáeinum dögum fyrir áætlaða heimsókn Frans Páfa í fangelsi í landinu. 

Upphaflega bárust fregnir af 60 dauðsföllum í slagsmálunum en yfirvöld hafa nú staðfest að þau voru 52. Áhyggjufullir fjölskyldumeðlimir fanganna bíða nú fregna en verið er að vinna í því að bera kennsl á líkin.

„Við gerum okkur grein fyrir því að það ríkir sorgarstemning á meðal aðstandenda fanganna,“segir Jaime Rodriguez, ríkisstjóri í Nuevo Leon þar sem fangelsið er staðsett.

Aðstandendur fanganna krefjast svara frá fangelsisyfirvöldum.
Aðstandendur fanganna krefjast svara frá fangelsisyfirvöldum. AFP
Alls eru 52 látnir eftir slagsmálin. Engum fanga tókst að …
Alls eru 52 látnir eftir slagsmálin. Engum fanga tókst að strjúka úr fangelsinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert