Bjargað úr höndum hrotta

Ástralska lögreglan að störfum - mynd úr safni
Ástralska lögreglan að störfum - mynd úr safni AFP

Tveimur konum á bakpokaferðalagi var bjargað úr lífsháska áí Ástralíu í vikunni en þeim hafði verið haldið föngnum af manni, sem þær höfðu hitt nokkru áður og fengið far með, á tjaldstæði við ströndina í Coorong þjóðgarðinum í nokkra klukkutíma. Maðurinn hafði nauðgað þeim og voru þær í bráðri lífshættu.

Lögregla handtók manninn, sem er 59 ára gamall Þjóðverji búsettur í Ástralíu, seint í gærkvöldi og verður hann ákærður fyrir morðtilraun, mannrán og kynferðislegt ofbeldi. Það var hópur fiskimanna sem kom konunum, sem eru rúmlega tvítugar, til bjargar og lét lögreglu vita.

Lögreglustjórinn í Suður-Ástralíu, James Blandford, segir að konurnar hafi verið í bíl með manninum sem þær höfðu nýlega kynnst og fengið far með þegar hann réðst á þær.  Annarri konunni tókst að flýja og sækja hjálp.

Einn fiskimannanna sem hlúðu að konunum og björguðu þeim, Abdul-Karim Mohammed, segir að konunni hafi tekist að flýja og hún hafi komið hlaupandi, nakin eftir ströndinni kallandi á hjálp: „bjargið mér héðan, bjargið mér héðan! Hann ætlar að drepa okkur.“

Hann segir að honum og félögum hans hafi  brugðið og hlaupið af stað. „Það  var eitthvað mjög slæmt sem gerðist hérna,“ er haft eftir honum í ástralska sjónvarpinu.

Að sögn lögreglu voru konurnar, sem höfðu kynnst manninum í Adelaide, í um 180 km frá þeim stað sem þeim var bjargað, fluttar á sjúkrahús með þyrlu og var líðan þeirra stöðug en þær eru með mikla áverka.

Konan sem slapp úr haldi hrottans er 23 ára hjúkrunarfræðingur frá Brasilíu. Hún hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsinu en hin konan, sem er þýsk og á svipuðum aldri, er enn á sjúkrahúsi. Önnur þeirra var með áverka á höfði eftir að hafa verið barin með hamri af manninum en hann hafði keyrt yfir hina konuna á ströndinni. Konurnar voru á leið til Melbourne þegar þær hittu manninn og fengu far hjá honum.

Mjög er fjallað um árásina í erlendum fjölmiðlum en þeim ber ekki saman um hvort árásin var gerð á þriðjudag eða miðvikudag. 

Sjá nánar hér

BBC

Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert