Fyrirsátinni í Oregon lokið

Stuðningsmenn hópsins sem hernam náttúruverndarsvæðið tóku á móti hópnum þegar …
Stuðningsmenn hópsins sem hernam náttúruverndarsvæðið tóku á móti hópnum þegar hann gaf sig á vald lögreglu í dag. AFP

Vopnaði hópurinn sem hernam Mal­heur náttúruverndarsvæðið í Oregon hefur nú gefið sig á vald lögreglu, klukkustundum eftir að alríkislögreglan FBI hóf umsátur um svæðið.

Hópurinn hernam svæðið þann 2. janúar til þess að mótmæla afskiptum ríkisvaldsins af lífi landeigenda í vesturhluta Bandaríkjanna.

Í lok janúar var einn mótmælendanna skotinn til bana og lögreglan handtók forsprakka mótmælanna. 

Rétt fyrir klukkan 10 að staðartíma ákváðu þrír af þeim fjórum sem eftir voru á svæðinu að gefa sig á vald lögreglu. Gengur þau að lögreglunni með hendur uppi og með bandaríska fánann á lofti. Sá sem eftir var neitaði hins vegar að gefast upp. Talið var að hann væri í sjálfsmorðshugleiðingum enda hafði hann talað um að hann vildi deyja sem „frjáls maður.“

Aðeins klukkustund síðar ákvað hins vegar sá síðasti að gefa sig líka á vald lögreglu. 

Sjá frétt BBC.

Sjá frétt mbl.is: Birta myndskeið af fyrirsátinni

Sjá frétt mbl.is: Loka af náttúruverndarsvæðið

Talsmaður yfirvalda greinir frá handtökunni.
Talsmaður yfirvalda greinir frá handtökunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert