Þrjátíu létust í fangaóeirðum

Að minnsta kosti þrjátíu manns létu lífið í fangaóeirðum í mexíkósku borginni Monterrey.

Óeirðalögreglan og sjúkrabílar mættu á vettvang í fangelsinu Topo Chico þar sem reykur barst út úr fangelsinu.

Óeirðarlögreglan ásamt skyldmennum nokkurra fanga.
Óeirðarlögreglan ásamt skyldmennum nokkurra fanga. AFP

Sjónvarpsstöðin Televisa greindi frá því að 30 hefðu dáið á meðan önnur sjónvarpsstöð, Milenio, sagði fórnarlömbin hafa verið 50 talsins. Á meðal hinna látnu hafi verið bæði fangar og fangaverðir.

Mileno og dagblaðið Reforma greindu frá því að óeirðirnar hafi brotist út eftir að hópur fanga reyndi að brjótast út úr fangelsinu.

Óeirðalögreglan fyrir utan fangelsið í Monterrey.
Óeirðalögreglan fyrir utan fangelsið í Monterrey. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert