Segjast vakta hælisleitendur

Hermenn Óðins
Hermenn Óðins AFP

Óárennilegir hópar, sem kalla sig Hermenn Óðins, hafa undafarna mánuði vaktað götur borga í Finnlandi undir því yfirskini að þeir séu að vernda heimamenn fyrir hælisleitendum. Nú er komið fram óvænt svar við þeim – brosandi konur, sem bjóða upp á faðmlag.

Sisters of Kyllikki eru anstaðan við hermenn Óðins.
Sisters of Kyllikki eru anstaðan við hermenn Óðins. AFP

Í smábænum Kemi, sem er um klukkustundar akstur frá heimskautsbaug gengur hópur þrekinna manna í svörtum hermannajökkum um götur og lætur 15 stiga frost ekki á sig fá. Þeir halda því fram að þeir þurfi að vernda konur og börn í bænum fyrir „íslömskum boðflennum“ eins og það er orðað á heimasíðu þeirra.

Þessi fámenni hópur undir forustu stofnandans, Mikas Ranta, 29 ára gamals vörubílstjóra, sem nefndi samtökin eftir Óðni, æðsta guði norrænar goðafræði, stendur vaktina þótt enginn hælisleitandi sé sjáanlegur á götunum þegar tíðindamann AFP ber að garði.

Mika Ranta stofandi hermanna Óðins.
Mika Ranta stofandi hermanna Óðins. AFP

Virkir í 20 bæjum

Hópurinn segir að sjálfboðaliðar séu virkir í að minnsta kosti 20 finnskum bæjum og fari um í einkennisklæðum samtakanna, með svarta hatta og klæddir svörtum jökkum með einkennisstafi þeirra á bakinu.

Vaktir þeirra hófust í Kemi í október eftir að farandmenn, einkum frá Írak, fóru að streyma yfir landamærin frá Svíþjóð. Margir þeirra fóru í gegnum Kemi á leið sinni til bæja sunnar í Finnlandi.

Finnar tóku á móti 32.000 hælisleitendum í fyrra. Í Finnlandi búa 5,4 milljónir manna og var það með því mesta sem gerðist í Evrópu miðað við höfðatölu.

AFP

Hermenn Óðins, sem sem flestir eru verkamenn á aldrinum 20 til 40 ára, halda fram að þessi straumur hafi leitt til aukningar glæpa.

Lögreglan er reyndar á öðru máli, en Ranta lætur það ekki á sig fá og ítrekar að samtökin muni verða nauðsynleg innan nokkurra mánaða þegar sumarið kemur, almenningur streymi að ströndum vatnanna og „nauðgunarárásirnar“ hefjist.

Sagðir tengjast nýnasistum

Í finnskum fjölmiðlum hefur mikið verið fjallað um tengsl Hermanna Óðins við nýsnasistasamtök.

Ranta, sem var dæmdur fyrir að ráðast á tvo innflytjendur 2005, er ekkert að fela að hann sé nýnasisti – „Já, það er ég“ – en heldur fram að hugmyndafræði hans og aðild að Finnsku andspyrnuhreyfingunni komi eftirlitinu ekkert við.

„Þótt ég sé stofnandinn eða þannig þýðir það ekki að allur hópurinn sé [nýnasistar] ... Við erum bara eftirlitshópur og hvers vegna þarf fólk að gera eitthvað annað úr því?“ spyr hann.

Hópur kvenna er nú staðráðinn í að sýna að Finnland sé umburðarlynt og öruggt. Þær kalla sig Systur Kyllikki, gáskafullrar persónu úr finnska söguljóðinu Kalevala. Í hópnum eru mæður, ellilífeyrisþegar og sérfræðingar, sem náðu saman gegnum félagsmiðilinn Facebook.

Þær taka á móti ókunnugum með bros á vör og miða sem veitir „leyfi til faðmlags“.

Sumir vegfarendur virðast skelkaðir þegar konurnar koma aðvífandi. Ekki er nóg með að þær tali við ókunnuga heldur faðma þær þá. Í Finnlandi stingur slík hegðun í stúf, en konurnar eru þeirrar hyggju að yfirstíga megi ótta og óöryggi með einföldum góðverkum.

Katja Hietalaer í forsvari fyrir systurs Kyllikki
Katja Hietalaer í forsvari fyrir systurs Kyllikki AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert