Ætlar að hrekja Ríki íslams burt

Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks.
Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks. AFP

Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, hefur heitið því að vera búinn að hrekja Ríki íslams út úr landinu í lok þessa árs.

„Markmið okkar er að þetta verði síðasta árið sem Daesh verði til staðar í Írak,“ sagði hann á öryggisráðstefnunni í München.

„Svæðið sem okkur hefur tekist að frelsa er meira en helmingi stærra en það svæði sem Daesh réð yfir áður,“ bætti hann við.

Að sögn Abadi hafa gæði íraska hersins batnað til muna síðan Ríki íslam byrjaði að eflast í landinu árið 2014. Þá skildu margir hermenn búnað sinn eftir og flúðu bardaga.

Hann sagði að vel hafi gengið að vinna traust súnní-múslima, sem fannst stjórnvöld ekki styðja við bakið á sér. Það hafi allt saman breyst til hins betra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert