Grikkjum gefnir þrír mánuðir

ARMEND NIMANI

Grikkir fá þrjá mánuði til þess að bæta úr eftirliti við landamæri sín, ytri landamæri Evrópusambandsins, samkvæmt upplýsingum frá ESB. Sautján ríki hafa skrifað undir samkomulag um að koma á vopnahléi í Sýrlandi innan viku.

Gengið var frá samkomulaginu í München í gærkvöldi en samkvæmt því er ekki gert ráð fyrir því að hlé verði gert á baráttunni gegn vígasamtökunum Ríkis íslams og al-Nusra Front.

Ef Grikkjum tekst ekki að bæta eftirlitið og standa betur að eftirliti með flóttamannastraumnum eiga þeir á hættu að vera vísað tímabundið úr Schengen samstarfinu.

Samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar fá Grikkir einn mánuð til þess að leggja fram aðgerðaráætlun um hvernig verði bætt úr og þrjá mánuði til þess að hrinda áætluninni í framkvæmd.

AFP

Vopnahléið á að taka gildi innan viku en margir stjórnmálaskýrendur telja að það muni standa lengi vegna þess að hryðjuverkasamtökin eru undanskilin.

Samkomulagið er víðtækara en áður var gert ráð fyrir en viðræðurnar í gær voru undir forsæti John Kerry og Sergei Lavrov, utanríkisráðherrum Bandaríkjanna og Rússlands. Meðal annars var samþykkt að hefja víðtæka neyðaraðstoð og síðar í dag verður fundað í Genf á vegum Sameinuðu þjóðanna um hvernig eigi að koma aðstoðinni til skila á þeim stöðum sem eru í herkví og erfitt að nálagst. 

Lavrov segir að jafnvel komi til greina að Rússar og bandaríski herinn verði í samstarfi um hernaðaraðgerðir á jörðu niðri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert