Reif af sér sprengjuvesti og flúði

Fjöldi fólks sem særðist í árásinni liggur á sjúkrahúsi í …
Fjöldi fólks sem særðist í árásinni liggur á sjúkrahúsi í Maiduguri, höfuðborg Borno fylkis í Nígeríu. AFP

Unglingsstúlka sem hafði mánuðum saman verið í haldi Boko haram samtakanna reyndi án árangurs að telja tvær aðrar stúlkur af því að gera sjálfsmorðsárás í flóttamannabúðum í Nígeríu. Hún reif sjálf af sér sprengjuvestið og flúði um leið og hún komst frá fylgdarmönnum sínum.

Fyrri frétt mbl.is: Átti að fremja sjálfsvígsárás en náði að flýja

Fyrri frétt mbl.is af árásinni

58 létust í Dikwa flóttamannabúðunum í Nígeríu þegar hinar stúlkurnar sprengdu vesti sín í mannþröng þar sem flóttafólk beið í röðum eftir matargjöfum.

Öryggissveitir fundu stúlkuna síðar og yfirheyrðu hana. „Hún sagði að hún hafi verið hrædd því hún vissi að hún myndi drepa fólk en einnig vegna þess að hún vissi að hún væri að ganga gegn skipunum mannanna sem fylgdu henni í búðirnar,“ sagði Modu Awami, einn þeirra sem ræddi við stúlkuna.

Hún sagðist einnig hafa verið hrædd um að verða föður sínum að bana, sem hún vissi að væri í búðunum. Hún leiddi öryggisverði síðar að sprengjuvestinu sem hún hafði skilið eftir en upplýsingar sem hún gaf þeim hafa nýst til þess að herða öryggisgæslu við flóttamannabúðirnar.

Frétt CBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert