Ekki ógn við Ólympíuleikana

Brasilísk stjórnvöld hyggjast hefta útbreiðslu Zika-veirunnar með útrýmingu helsta smitbera …
Brasilísk stjórnvöld hyggjast hefta útbreiðslu Zika-veirunnar með útrýmingu helsta smitbera veirunnar, moskítóflugunnar. AFP

Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, segir að Zika-veiran komi ekki í veg fyrir að Ólympíuleikarnir verði haldnir í landinu í ágúst á þessu ári. Alvarlegustu afleiðingar veirunnar eru fyrir börn þungaðra kvenna sem smitast en veiran hefur verið tengd við smáheila í börnum.

Frétt mbl.is: Leggja til 1,8 milljarða dala gegn Zika

„Staðan, eins og hún er núna, ógnar því ekki að Ólympíuleikarnir verði haldnir,“ sagði Rousseff og bætti við að hún telji að þegar að Ólympíuleikunum komi, verði búið að nást góður árangur við að útrýma moskítóflugunni sem er helsti smitberi Zika-veirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert