Breskir tónlistarmenn létust í bílslysi

Hljómsveitin Viola Beach.
Hljómsveitin Viola Beach.

Fimm breskir karlmenn létust í umferðarslysi í Svíþjóð í gær. Breska utanríkisráðuneytið staðfestir það, en en fram kemur á vef Guardian og á Sky News að um sé að ræða liðsmenn hljómsveitarinnar Viola Beach og umboðsmann þeirra.

Mennirnir voru á aldrinum 19 til 35 ára. Þeir létust þegar bifreið sem þeir voru í rakst á vegartálma og skaust síðan fram af brú. Bifreiðin hafnaði ofan í skipaskurð í Södertälje. 

Talskona sænsku lögreglunnar segir að kafarar hafi verið kallaðir út og að lík fimm karlmanna hefðu fundist. 

Orsök slyssins liggja ekki fyrir. Fram kemur í sænskum fjölmiðlum að brú yfir Södertälje hafi verið að loka til að hleypa skipaumferð í gegn þegar slysið varð. Þá segir að viðvörunar ljós hafi blikkað og tveir vegatálmar hafi verið á veginum. 

Hljómsveitin hafði haldið tónleika í Svíþjóð. 

Samúðarkveðjur hafa borist á samfélagsmiðlum, m.a. á Facebooksíðu sveitarinnar. 

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, hefur birt færslu á Facebook þar sem greinir frá því að hann hafi verið á tónleikum hljómsveitarinnar í Svíþjóð sl. föstudagkvöld. 

Horfði á fjóra 19 ára stráka frá Englandi spila á tónleikum á föstudagskvöldið. Spjallaði við umboðsmanninn þeirra áður...

Posted by Grímur Atlason on 14. febrúar 2016



Brúin yfir Södertälje.
Brúin yfir Södertälje. mynd/Google Maps
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert