Uber mótmælt í Kaupmannahöfn

Vöxtur Uber, sem hóf göngu sína í San Francisco, hefur …
Vöxtur Uber, sem hóf göngu sína í San Francisco, hefur orðið tilefni mótmæla leigubílstjóra um allan heim. AFP

Um það bil 300 leigubílstjórar komu saman til að mótmæla starfsemi skutlþjónustunnar Uber í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Bílstjórarnir töfðu umferð í miðborginni, n.t.t. við Kongens Nytorv: Þeir vilja að danskir stjórnmálamenn setji lög um starfsemi Uber.

Uber gerir viðskiptavinum kleift að panta sér ódýrt far í gegnum Uber-appið.

Leigubílstjórinn Nadeem Rasool sagði í samtali við danska ríkisútvarpið, að Uber hefði starfað í hálft ár í Danmörku án þess að greiða skatta. „Við fylgjum danska kerfinu og greiðum okkar skatta, eins og við höfum ávallt gert. Þetta getur ekki verið sanngjarnt,“ sagði Rasool. 

Lögreglan áætlaði að um 300 bílstjórar hafi tekið þátt í mótmælunum sem ollu töfum. Hann lagði hins vegar áherslu á að bílstjórarnir hafi óskað eftir leyfi til að fá að mótmæla, en mótmælunum var lokið um klukkan 22:30 að staðartíma. 

Danska dómsmálaráðuneytið hefur nú til skoðunar hvort starfsemi Uber í Danmörku sé ólögleg. Málið hefur hins vegar dregist á langainn þar sem fara þurfi í gegnum og svara flóknum ESB-reglum í tengslum við starfsemina að sögn Søren Pind, dómsmálaráðherra Danmerkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert