Takmarka fjölda ferðamanna

Clique Terre á Ítalíu.
Clique Terre á Ítalíu. Wikipedia

Í Cinque Terre á Ítalíu er að finna fimm fiskiþorp sem hafa verið afar vinsæl meðal ferðamanna. Þangað streyma tvær og hálf milljón manna á ári hverju en það er meira en þorpin ráða við.

Heimamenn óttast að samfélag þeirra sé að kafna í ferðamönnum og á nú að grípa til aðgerða.

Til að draga úr fjölda þeirra sem heimsækja bæina verða ferðamenn að kaupa aðgang að þeim áður en þeir mæta á svæðið. Ekki er búið að ákveða fjölda þeirra sem fá aðgang. Þá verða ferðamenn sem heimsækja fiskiþorpin að halda sig við göngustíga.

Fjöldinn verður meðal annars ákveðinn út frá veðuraðstæðum en leggja þarf mat á hvað náttúran þolir.


Independent greinir frá

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert