46 létust í bílsprengjum í Homs

Að minnsta kosti 46 létust í tveimur bílsprengjuárásum í Homs í dag á sama tíma og utanríkisráðherra Bandaríkjanna John Kerry segir að það styttist óðum í að vopnahlé taki gildi í Sýrlandi. 

Bílsprengjurnar sprungu í Al-Zahraa hverfinu í miðborg Homs í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Syrian Observatory for Human Rights mannúðarsamtökunum eru tugir særðir. Gríðarleg eyðilegging varð á svæðinu en sprengjutilræði eru tíð í Homs. Í síðasta mánuði létust 22 í sama hverfi í tveimur sprengjutilræðum Ríkis íslams.

Flestir íbúanna í Al-Zahraa eru alavítar líkt og forseti landsins, Bashar al-Assad. Innan við 10% Sýrlendinga eru alavítar en þeir eru í forréttindahóp vegna trúar forsetans og fjölskyldu hans. Flestir þeirra sem hafa látist í tilræðum í Homs að undanförnu eru almennir borgarar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert