Áfall ef Bretar segðu skilið við ESB

Ráðherrarnir funduðu í Kína. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sést hér …
Ráðherrarnir funduðu í Kína. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sést hér í neðstu röð lengst til hægri. AFP

Fjármálaráðherrar G20-ríkjanna, sem eru 20 helstu iðnríki heims, segja að það yrði áfall fyrir efnahagskerfi heimsins segi Bretar skilið við Evrópusambandið

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem ráðherrarnir sendu frá sér í lok tveggja daga fundar G20-ríkjanna sem fram fór í Kína. 

George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sem var á meðal fundargesta, sagði í samtali við BBV að þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Bretlands í ESB sé „dauðans alvara“.

Osborne sagði ennfremur, að fjármálaráðherrar stærstu landa heims hafi verið einróma í afstöðu sinni. Það að Bretar myndu segja skilið við ESB yrði áfall fyrir efnahagskerfi heimsins. 

„Og ef þetta þýðir áfall fyrir efnhagskerfi heimsins, þá getið þið rétt ímyndað ykkur hvaða áhrif þetta hefði á Bretland,“ sagði hann.

„Þetta er ekki ævintýraferð inn á ókunnug svæði, með öllum því gamni sem fylgir. Þetta er dauðans alvara.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert