Gengur 60 km yfir hálendi Íslands

Göngugarpurinn ásamt börnunum sínum fjórum.
Göngugarpurinn ásamt börnunum sínum fjórum. Mynd/Skjáskot

Karlmaður frá bænum Southport á Englandi ætlar að ganga  60 kílómetra leið yfir íslenska hálendið í góðgerðarskyni.

Með honum í för verður heimsmeistarinn í superbike-vélhjólaakstri, Cal Fogarty.

Robbie Freeman, sem er 37 ára, æfir stíft þessa dagana fyrir ferðina og renna allir styrkir vegna hennar til samtakanna NSPCC sem berjast gegn ofbelti gagnvart börnum. Enska raunveruleikastarnan Jake Quickenden ætlar einnig að taka þátt í göngunni.

Freeman og fyrirtækið Jagúar Land Rover, sem hann starfar hjá, ákváðu í sameiningu að styrkja NSPCC í ár.

10 klukkustundir á dag

Freeman, sem er kvæntur fjögurra barna faðir, flýgur til Íslands í sumar þar sem hann mun ganga í allt að 10 klukkustundir á dag.

„Sem betur fer er ég í sæmilegu formi eftir veru mína í hernum, en ég þarf samt að æfa mig vel til að að vera almennilega undirbúinn. Ég mun aka upp á fjöll um helgar og ganga tíu kílómetra í nokkur skipti,“ sagði hann í viðtali við Southportvisiter.

Freeman ætlar að safna áheitum í gegnum þessa vefsíðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert