Kanada stendur við loforð sitt

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AFP

Kanada hefur staðið við loforð sitt um að taka á móti 25 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi.

Justin Trudeau, forsætisráðherra landsins, hét því að talan yrði komin í 25 þúsund í lok síðasta árs. Ákveðið var að færa takmarkið aftur um tvo mánuði og núna hefur því verið náð.

„Það eru 25 þúsund ástæður fyrir því að Kanadabúar eiga að vera stoltir í dag,“ tísti John McCallum, ráðherra innflytjenda- og flóttamannamála.

Trudeau hét því á síðasta ári að taka á móti 25 þúsund sýrlenskum flóttamönnum sem hafa dvalið í Líbanon, Jórdaníu og í Tyrklandi.

Ríkisstjórnin mun fjármagna um það bil helming þess sem kostar að fá flóttamennina til landsins en einkaaðilar munu sjá að mestu um afganginn.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Tímaritið Birtingur til sölu
til sölu Tímaritið Birtingur sem kom út á sjöunda áratug síðustu aldar. Allt sem...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Hermannaskyrta
Hermannaskyrta til sölu. Upplýsingar í síma: 8935005...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L fjölnir 6017012419 i h&v.
Félagsstarf
? FJÖLNIR 6017012419 I H&V.; Mynd af...
Samkoma
Félagsstarf
Alþjóðleg samkoma kl. 20 í Kristniboð...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...