Kanada stendur við loforð sitt

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AFP

Kanada hefur staðið við loforð sitt um að taka á móti 25 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi.

Justin Trudeau, forsætisráðherra landsins, hét því að talan yrði komin í 25 þúsund í lok síðasta árs. Ákveðið var að færa takmarkið aftur um tvo mánuði og núna hefur því verið náð.

„Það eru 25 þúsund ástæður fyrir því að Kanadabúar eiga að vera stoltir í dag,“ tísti John McCallum, ráðherra innflytjenda- og flóttamannamála.

Trudeau hét því á síðasta ári að taka á móti 25 þúsund sýrlenskum flóttamönnum sem hafa dvalið í Líbanon, Jórdaníu og í Tyrklandi.

Ríkisstjórnin mun fjármagna um það bil helming þess sem kostar að fá flóttamennina til landsins en einkaaðilar munu sjá að mestu um afganginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert