Mexíkó borgar ekki vegginn

Donald Trump
Donald Trump AFP

Mexíkó ætlar ekki undir nokkrum kringumstæðum að fjármagna vegg á landamærum landsins að Bandaríkjunum sem auðkýfingurinn Donald Trump, sem sækist eftir því að verða forsetaframbjóðandi repúblikana, segist ætla að reisa nái hann kjöri sem forseti.

Haft er eftir fjármálaráðherra Mexíkó, Luis Videgaray, að slíkt komi einfaldlega ekki til greina. Sagði hann hugmyndina hræðilega og byggða á fáfræði í samtali við mexíkanska sjónvarpsstöð. Trump hefur beint spjótum sinum mjög gegn innflytjendum og þá sérstaklega frá Mexíkó. Hefur hann sakað yfirvöld í Mexíkó um að senda eiturlyfjasala og nauðgara til Bandaríkjanna.

Trump hefur ennfremur heitið því að reisa vegg á landamærum landanna og láta Mexíkó greiða fyrir framkvæmdina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert