Svíaprins fimm daga gamall

Óskar Karl Ólafur Svíaprins
Óskar Karl Ólafur Svíaprins Ljósmynd/Kungahuset.se

Sænska konungsfjölskyldan hefur birt fyrstu formlegu myndina af Óskari Karli Ólafi Svíaprins sem kom í heiminn 2. mars sl. Myndin var tekin á heimili fjölskyldunnar, Haga-höllinni. 

Áður hafði verið birt mynd af foreldrunum, Viktoríu krónprinsessu og Daníel Svíaprins ásamt Estelle dóttur þeirra og hélt Daníel á stól með nýfædda prinsinum. 

Litli prins­inn var hann rúm­ar 14 merk­ur, eða 3.655 grömm að þyngd og 52 cm að lengd. 

Óskar er þriðji í erfðaröðinni að sænsku krúnunni og fjórða barnabarn Karls Gústafs Svíakóngs og Silvíu drottingu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert