150 ára fangelsi fyrir barnaníð

Maðurinn hafði ítrekað farið til Rússlands í þeim tilgangi að …
Maðurinn hafði ítrekað farið til Rússlands í þeim tilgangi að níðast á ungum skólastúlkum. mbl.is/G.Rúnar

Bandarískur maður var í dag fundinn sekur um að hafa nauðgað 12 ára stelpu meðan hann var í Rússlandi og var hann dæmdur í 150 ára fangelsi. Hafði maðurinn meðal annars hótað stelpunni að hann myndi saga af henni höfuðið ef hún færi til yfirvalda og léti vita af nauðguninni.

Maðurinn sem heitir Yusef Abramov er 58 ára gamall og kallaði dómari í Bandaríkjunum hann „algjört rándýr“ þegar dómurinn var kveðinn upp.

Abramov er bæði með bandarískt og rússneskt ríkisfang, en hann er sagður hafa elt og ofsótt skólastelpur í Rússlandi þegar hann heimsótti landið ítrekað.

Nokkrum mánuðum eftir að hann hafði nauðgað stelpunni og hótað henni kom hann aftur til Rússlands. Taldi hann að stelpan hafði sagt til sín og fékk hann tvo samverkamenn með sér til að hópnauðga stelpunni.

Við dómsuppkvaðningu sagði dómarinn að þegar stelpan hafi komið fyrir réttinn og séð Abramov hafi hún öskrað upp yfir sig og hnigið niður í gólfið og skriðið út öskrandi. „Slíkur afgerandi skelfing gæti ekki verið sviðsett,“ sagði dómarinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert