Eiginmaður Palin alvarlega slasaður

Palin og Trump.
Palin og Trump. Mynd/AFP

Sarah Palin, fyrrum varaforsetaefni repúblikana og fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska, verður ekki með Donald Trump á framboðsfundi í Flórída í kvöld líkt og áætlað hafði verið.

Eiginmaður hennar er alvarlega slasaður eftir slys í gærkvöldi. Svo virðist sem maðurinn, Todd Palin, hafi verið að hreinsa snjó með snjóblásara þegar slysið varð.

Í janúar lýsti Palin yfir stuðningi við Trump og hefur hún verið viðstödd framboðsfundi hans. Í tilkynningu frá herbúðum Trumps segir að Palin hafi farið til Alaska til að vera með eiginmanni sínum en hlakki til að koma aftur og halda áfram þátttöku í kosningabaráttunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert