Endurskrifa ævintýri með skotvopnum

Hans og Gréta (hafa byssur) er framlag NRA til uppfræðslu …
Hans og Gréta (hafa byssur) er framlag NRA til uppfræðslu barna um byssuöryggi og hvernig eigi að nota skotvopn. mynd/NRAFamily

Hans bjargar börnum frá vondu norninni á meðan Gréta stendur vörð með riffil að vopni og Rauðhetta hræðir úlfinn burt með byssunni sinni í nýjum og endurskrifuðum útgáfum af sígildum ævintýrum sem bandarísku skotvopnasamtökin NRA hafa látið gera. Tilgangurinn er að kenna börnum að nota skotvopn.

Það var Amelia Hamilton sem tók að sér að endurskrifa sögurnar en henni er lýst sem „ævilöngum rithöfundi og föðurlandsvini“ sem er einnig „íhaldssamur bloggari“. Á vefsíðu NRA þar sem sögurnar eru birtar eru lesendur meðal annars spurðir hvort að þeir hafi nokkru sinni ímyndað sér hvernig ævintýrin hefðu hljómað ef Hans, Grétu eða Rauðhettu hefði verið kennt um byssuöryggi og hvernig eigi að fara með skotvopn.

Í útgáfu NRA af Hans og Grétu fara systkinin út að veiða til að sjá fjölskyldunni fyrir mat. Þá hitta þau dreng sem leiðir þau að börnum sem nornin vonda heldur föngnum.

„Drengurinn leiddi Hans að lykli sem opnaði búrin þeirra á meðan Gréta stóð tilbúin með skotvopnið sitt til öryggis vegna þess að hún var mun betri skytta en bróðir hennar,“ segir í sögunni.

Þegar Twitter-samfélagið komst á snoðir um nýju og skotvopnavænu útgáfurnar af ævintýrunum brast á með kaldhæðnum örsögum af öðrum ævintýrum á samfélagsmiðlinum.

„Mjallhvít finnur lítinn kofa. Dvergarnir sjö eru vopnaðir. Vonda drottningin er aftur sú fegursta á landi hér,“ skrifaði einn Twitter-notandinn.

Frétt The Guardian af uppátæki NRA

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert