Handtaka meintan hryðjuverkamann í París

Lögreglumenn standa vörð fyrir utan byggingu í Argenteuil-hverfi í París.
Lögreglumenn standa vörð fyrir utan byggingu í Argenteuil-hverfi í París. AFP

Lögregla í París hefur handtekið mann sem grunaður er að hafa verið langt kominn með að leggja á ráðin um hryðjuverkaárás þar í landi. Aðgerðir standa nú yfir í Argenteuil-hverfi Parísar. Búið er að rýma byggingu þar og leita lögreglumenn og leitarhundar að sprengiefnum þar.

Maðurinn var handtekinn kl. 17:30 að staðartíma í dag, grunaður um að ætla að fremja hryðjuverkaárás. Bernard Cazaneuve, innanríkisráðherra Frakklands, hefur staðfest fregnir um að „háttsett skotmark“ sem var „langt komið“ með undirbúning sprengjuárásar hafi verið handtekið.

Cazaneuve segir að á þessu stigi sé ekki vitað um nein tengsl á milli mannsins og hryðjuverkanna í Brussel í vikunni eða í París í nóvember.

Frétt The Guardian af aðgerðum lögreglu í París

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert